02. febrúar. 2005 01:25
Gengið var frá nýjum kjarasamningi milli Íslenska járnblendifélagsins og starfsmanna á fimmta tímanum í gær. Samkvæmt honum hækka laun á samningstímanum um rúmlega 20%, en samningurinn gildir til til 30. nóvember 2008 og er afturvirkur til 1. desember 2004. Að sögn Vilhjálms Birgissonar formanns VLFA er nýtt í þessum samningi að tekið er upp nýtt bónuskerfi sem samningsaðilar eru sammála um að geti gefið starfsmönnum 2,2% á árinu 2005 og væntingar eru um að bónusinn verði farinn að gefa um 5,6% árið 2006. Gamla bónuskerfið verður lagt niður og meðaltalsbónus síðustu ára upp á 5,44% verður fluttur inn í launataxta. Búið á að vera að greiða atkvæði um samninginn fyrir fimmtudaginn 17. febrúar n.k. og verður strax farið í kynningu á honum.