Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. febrúar. 2005 01:37

Loftorka í Engjaásshúsið

Fyrirtækið Hólasel ehf. sem er í eigu Andrésar Konráðssonar, framkvæmdastjóra Loftorku Borgarnesi ehf. keypti í gær Engjásshúsið svokallaða sem upphaflega hýsti Mjólkursamlag Borgfirðinga, en húsið hefur verið á hálfgerðum vergangi undanfarin ár, ef svo má segja, og gengið kaupum og sölum án þess að nokkurri starfsemi væri fundinn þar staður. Hluti hússins er í eigu Landflutninga - Samskipa sem nýta það sem  vörudreifingarstöð og verður svo áfram, en aðalbyggingin, um 4200 fermetrar fer nú undir starfsemi Loftorku Borgarnesi ehf. en stærstur hluti starfsemi þess fyrirtækis er handan við Ólafsvíkurveginn.

 

Í samtali við Skessuhorn sagði Andrés Konráðsson að Loftorka muni nýta húsið til framleiðslu á kúluplötum og sem viðbótar framleiðslurými á einingum en auk þess færast skrifstofur Loftorku einnig þangað í fyrrum skrifstofurými Mjólkursamlagsins. Í samtali við Skessuhorn sagðist Andrés vera ánægður með kaupin og taldi þessa eign hentuga í ljósi þess mikla vaxtar sem starfsemi Loftorku er í og hefur verið undanfarin ár. Aðspurður um hvort áform Loftorku um að byggja nýtt verksmiðjuhús á gömlu lóð fyrirtækisins yrðu nú blásin af, neitaði Andrés því og sagði að þrátt fyrir kaupin á Engjaásshúsinu væri samt þörf á fyrirhugaðri stækkun og væri búið að leggja inn teikningar að nýju 3000 fermetra verksmiðjuhúsi til skipulagsyfirvalda Borgarbyggðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is