30. apríl. 2015 11:02
Föstudaginn 1. maí verður fyrsta umferð Íslandsmótsins í torfæru haldið á Hellu á Suðurlandi. Sindratorfæran, sem þessi fyrsta keppni nefnist, hefst klukkan 13:00. Eknar verða sex brautir og öllu til tjaldað. Um 20 keppendur eru skráðir til leiks og munu þeir etja kappi í ánni og mýrinni auk fleiri staða. Laugardaginn 2. maí hefst keppni klukkan 13:00 en þar er um að ræða 50 ára afmælissýningu þar sem nokkrir af helstu keppendum torfærusögunnar sýna að þeir hafa engu gleymt. Heyrst hefur að menn á borð við Ragnar Skúlason, Benedikt Eyjólfsson, Harald Pétursson, Gísla Gunnar Jónsson, Gunnar Pálma Pétursson, Árna Grant, Jamel Allansson, Einar Gunnlaugsson, Sigurður Þ. Jónsson, Árna Kópsson, Pál Pálsson, Bergþór Guðjónsson og fleiri ætli að mæta og sýna að þeir hafi engu gleymt. Að keppni lokinni kl. 15:00 fer fram fleytingakeppni á ánni þar sem torfærubílar, sleðar, og hjól munu etja kappi sem og reyna að slá hraðamet í vatnaakstri og fleiru til.
Aðgangseyrir er krónur 1500 hvorn dag eða 2500 fyrir báða dagana, frítt fyrir 12 ára og yngri. Búinn hefur verið til viðburður á facebook þar sem hægt er að finna allar nánari upplýsingar: https://www.facebook.com/events/1547450508854962/
Einnig hvetjum við áhugamenn um sportið að kíkja á hópinn Torfæruáhugamenn á facebook þar sem má finna fullt af skemmtilegum umræðum og myndum.
-fréttatilkynning