02. febrúar. 2005 05:56
Á nýliðnu rúmlega viku tímabili átti lögreglan á Akranesi þátt í að upplýsa hvorki fleiri né færri en 3 mál þar sem fíkniefni komu við sögu. Þórir Björgvinsson, lögregluvarðstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að lögreglan hafi að undanförnu lagt aukna áherslu á slíkt eftirlit og væri það í takt við nýlega samþykkta skýrslu um stefnumótun og markmiðssetningu lögreglunnar fyrir þetta ár. Í skýrslunni segir m.a. um málaflokkinn ávana- og fíkniefnamál: “Stefnt skal að því að stemma stigu við fíkniefnanotkun og sölu fíkniefna eins og kostur er með því að gera brotamönnum erfitt eða ómögulegt að stunda brotastarfsemi sína. Vinna lögreglu við þennan málaflokk verður aukin.”
Ólafur Þór Hauksson, sýslumaður, staðfesti í samtali við Skessuhorn að áhersla á fyrirbyggjandi starf löggæslumanna að fíkniefnamálum hafi verið aukið og telur hann að það starf sé þegar farið að skila árangri.
Sjá nánar fréttir um þetta í Skessuhorni sem kom út í dag.