02. febrúar. 2005 06:16
“Dulúð og þokki; fyrir allar sem vilja styrkja konuna í sjálfri sér,” segir í tilkynningu frá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi og á lýsingin við magadansnámskeið með hinni einu og sönnu Helgu Brögu. Vafalítið er þetta eitt af frumlegri námskeiðum miðstöðvarinnar á vormisseri og fer það fram annað kvöld, fimmtudag, klukkan 19:30 til 21:30 og síðara kvöldið sléttri viku síðar þann 10. febrúar. Námskeiðið verður haldið á Suðurgata 126 á Akranesi og kostar 9.900 krónur. Upplýsingar og skráning er í síma 437-2390 á skrifstofutíma eða með tölvupósti á: svava@simenntun.is