04. febrúar. 2005 04:50
Nú geta íbúar á Rifi og Hellissandi náð stafrænum sjónvarpsútsendingum Skjás Eins, ásamt útsendingum sjö erlendra sjónvarpsstöðva. Þessir staðir bætast nú í hóp hinna 10 bæjarfélaganna sem hafa fengið stafrænt sjónvarp um ADSL frá Símanum. Að sögn Evu Magnúsdóttur upplýsingafulltrúa Símans hefur innleiðing sjónvarps um ADSL gengið vel í heildina.