04. febrúar. 2005 06:19
Hlutafélagið Norðurvegur ehf. var stofnað á Akureyri í dag en tilgangur félagsins er að vinna að því að lagður verði vegur úr Skagafirði um Stórasand, Arnarvatnsheiði og Kaldadal sem stytti umrædda leið um 81 kílómetra. Fram kemur í frétt á mbl.is að kostnaður við slíkan veg gæti orðið 4,4 - 6,8 milljarðar króna, en ef miðað væri við að 700 bílum yrði ekið eftir veginum daglega gæti stytting leiðarinnar sparað vel á annan milljarð króna á ári.
Sjá nánar frétt á: www.mbl.is