04. febrúar. 2005 11:13
Hin efnilega og einlæga söngkona, Brynja Valdimarsdóttir af Akranesi, hafnaði í kvöld í 7. sæti Idol stjörnuleitar. Þessi 18 ára brosmilda Skagamær hefur heillað marga í keppninni og staðið sig eins og hetja. Þrátt fyrir að Idol keppninni ljúki nú hjá Brynju á hún vafalaust eftir að gera góða hluti í söng þegar fram líða stundir. Stór og þéttur stuðningsmannahópur hefur fylgt Brynju í keppninni í Smáralind og hafa heilu bekkjardeildir skólanna t.d. farið hópferðir suður til að hvetja sína konu enda hefur hópurinn vakið athygli. Skessuhorn óskar Brynju til hamingju með árangurinn.