08. febrúar. 2005 07:41
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur samþykkt að leggja til á aðalfundi húsfélags Félagsheimilisins Snæfells á Arnarstapa, sem haldinn verður á fimmtudag, að félagsheimilið verði auglýst til sölu. Ef viðundandi tilboð fæst leggur bæjarstjórn til að húsfélaginu verði slitið og eignum skipt á milli eignaraðila.
Félagshemilið Snæfell er í eigu Snæfellsbæjar og Ungmennafélagsins Trausta. Ekki eru til gögn um skiptingu eignarhluta og því er gengið út frá því að um helmingaskipti verði að ræða.
Sjá nánar frétt í Skessuhorni sem kemur út á morgun.