08. febrúar. 2005 02:45
Hópur vaskra Grundfirðinga, sem staðið hefur fyrir Vorgleðinni þar í bæ sl. þrjú ár, mun næstkomandi föstudag leggja land undir fót og halda tónleika á Broadway í Reykjavík. Sýningin sem ber heitið Stjörnumessa hefur þemað Salsa soul og íslenskar söngperlur. Hljómsveitina skipa 12 valinkunnir tónlistarmenn auk þess sem hvorki fleiri né færri en 27 söngvarar munu koma fram á skemmtuninni. Hér verður því vafalítið um einn stærsta útflutning grundfirskrar tónlistar að ræða til þessa og er full ástæða til að hvetja alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á Broadway á föstudaginn kemur og sjá metnaðarfullu sýningu grundfirks tónlistarfólks þá um kvöldið. Miðapantanir eru á Broadway í síma 533-1100.