02. júlí. 2015 11:00
„Það gekk mjög vel í fyrrasumar þrátt fyrir leiðindaveður, þoku og rigningu nánast allan júlí,“ segir Helga Magnea Birkisdóttir veitingakona á Prímus kaffi á Hellnum. Hún tók við rekstri þess ásamt Ólafi Sólmundssyni eiginmanni sínum um páskana í fyrra. Prímus kaffi er til húsa í sömu byggingu og gestastofa þjóðgarðsins á Snæfellsnesi. Nú í vetur, eftir fyrsta rekstrartímabil þeirra í fyrra, var húsnæði Prímus kaffis endurnýjað og stækkað um helming. Það rúmar nú 120 gesti í sæti.
Viðtalið við Helgu Magneu veitingakonu á Prímus kaffi má lesa í fullri lengd í Skessuhorni vikunnar.