02. júlí. 2015 01:10
Fyrstu dagskrárliðir Írskra daga á Akranesi voru í gærkvöldi en formlega setning bæjarhátíðarinnar verður í kvöld klukkan 19 við Akraneshöfn. Unga fólkið fær að sýna snilli sína þegar Litla lopapeysan fer í fyrsta skipti fram, söngur og glens. Húsasmiðjan býður klukkan 16 í dag bæjarbúum og gestum í pylsupartý og markaður verður opnaður í Þorpinu klukkan 15. Klukkan 21:30 syngja Stúkurnar á Vitakaffi og á sama tíma verður keppt um Partýljónið á Gamla Kaupfélaginu. Þá má nefna miðnæturopnun í verslunum og margt, margt fleira. Hér er engan veginn um tæmandi upptalningu að ræða. Bæjarbúar eru nú í óða önn að skreyta bæinn og eru írsku fánalitirnir allsráðandi. Veðrið er frábært á Akranesi í dag og þannig er spáin fyrir alla helgina. Við minnum á að dagskrá Írskra daga í heild sinni má finna á miðopnu Skessuhorns vikunnar.