Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júlí. 2015 02:09

Ætla að stoppa hvalkjötsfarm frá Íslandi

Paul Watson forsprakki Sea Shepherd-samtakanna hefur lýst því yfir að markmið þeirra sé nú að koma í veg fyrir að hvalkjötsfarmur Hvals hf. komist á áætlunarstað í Japan. Þessi yfirlýsing kom fram í viðtali við hann á útvarpsstöðinni LA Talk Radio í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Í viðtalinu gortaði Watson af því að heimsókn skips samtakanna Sam Simon til Tromsö í Noregi væri búin að vekja rækilega athygli á því að hvalkjöt frá Íslandi væri nú í Noregi, og ekki síst meðan Norðmanna sjálfra sem hefðu vart haft hugmynd um þetta áður en Sam Simon kom til Tromsö.

 

 

„Við sendum Sam Simon út frá Þýskalandi og þeir stefndu í átt til Færeyja og allir héldu að skipið væri að fara þangað en svo var ekki. Í staðinn fór skipið til Tromsö í Norður Noregi. Það kom Norðmönnum á óvart. Skipinu var mætt af sprengjuflugvél norska flotans og tveimur freigátum norska sjóhersins sem fylgdu þeim inn til Tromsö. Þegar skipið kom þangað vakti það athygli vegna þess að í Tromsö er skip sem heitir Winter Bay og er með 1.700 tonna farm af hvalkjöti frá Íslandi sem á að fara til Japan. Íslendingarnir geta ekki flutt kjötið suður fyrir Afríku og um Indlandshaf og því reyna þeir nú að fara norður fyrir Rússland í gegnum ísinn sem í sjálfu sér er hættulegt. Við drógum athyglina að þeirri staðreynd að Winter Bay er í Tromsö. Flestir Norðmenn höfðu ekki hugmynd um það. Þetta hefur skapað ýmsar stórar fyrirsagnir í fjölmiðlum í Noregi síðustu daga. Sam Simon stefnir nú í átt að rússneskri lögsögu og er enn fylgt af strandgæslu norska sjóhersins. Við erum því enn að valda róti þarna. Okkar markmið nú er að koma í veg fyrir að Winter Bay fari um Íshafsleiðina norður af Rússlandi og nái að skila af sér farmi sínum af ólöglegu langreyðarkjöti til Japana,“ sagði Watson í viðtalinu.

Paul Watson sem er eftirlýstur af Interpol og átti hlut að máli þegar tveimur íslenskum hvalveiðibátum var sökkt í Reykjavík 1986 sagði líka í þessu viðtali frá því að tekist hefði að valda uppnámi í hvalstöðinni í Hvalfirði þegar fyrsta langreyðin kom á land á þriðjudagskvöld. „Íslendingum er ekki að takast vel upp í ár. Þeir verða truflaðir á heimaslóðum og við ætlum að reyna að koma í veg fyrir að skip á þeirra vegum nái að skila af sér hvalkjötsfarminum í Japan.“ Skipið Sam Simon heldur nú sjó um 80 sjómílur vestur af Norðurhöfða nyrsta odda Noregs og virðist bíða þar átekta eftir því að hvalkjötsskipið á vegum Hvals hf. leggi úr höfn frá Tromsö.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is