05. júlí. 2015 01:22
Áætlað er að um fjögur þúsund manns hafi verið á brekkusöng á Jaðarsbökkum á Akranesi í gærkvöldi. Söngstjórar voru ekki af verri endanum og náðu þeir að skapa frábæra stemningu meðal gesta á öllum aldri. Þetta voru þeir Matti Matt og Magni Ásgeirsson. Veðrið lék við gesti sem sungu sig inn í nóttina. Í kjölfarið hófst svo hin árlega Lopapeysa við Akranesbryggju og var ekki minni stemning þar.