06. júlí. 2015 12:06
Helgina 4.-5. júli var haldinn hinn árlegi sumar sveitamarkaður í félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi. Markaðurinn var mjög vel sóttur og hefur salan aukist jafnt og þétt í gegnum árin. Eru það jafnt sveitungar sem ferðamenn sem eru að eiga viðskipti. Mikið vöruúrval var í boði á markaðinum og mátti t.d. sjá allskonar prjónavörur, ljósmyndir, blóm, heimagerðar sultur, kökur og brauð, skartgripi og ýmislegt annað beint frá býli. Einnig var svo boðið upp á kaffi og nýbakaðar vöfflur með sultu og rjóma.