07. júlí. 2015 08:01
Alþingi samþykkti í liðinni viku fimm frumvörp til laga á málefnaasviði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Um er að ræða lög um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum og breytingar á lögum um loftslagsmál, efnalögum, lögum um náttúruvernd og lögum um úrvinnslugjald. Ný heildarlög um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum fjalla um sinubrennur og bálkesti og um meðferð elds utan dyra, þar á meðal ýmsar varúðarráðstafanir vegna hættu á gróðureldum. Með lögunum er heimild til sinubrennu þrengd og ákvæði um sinubrennur og meðferð elds utan dyra gerð strangari og markvissari.