07. júlí. 2015 12:50
Á aðalfundi Landssambands veiðifélaga, sem haldinn var á Breiðdalsvík í júní, var samþykkt að vekja athygli veiðifélaga á að svokallaðir drónar eru nú að verða algengir á Íslandi. Engar reglur hafa verið settir um notkun þessara flýgilda. „Fundurinn beinir því til veiðifélaga að settar verði reglur sem banna notkun dróna við veiðár á veiðitíma til að tryggja frið við árnar.“