07. júlí. 2015 07:01
Margir í samfélaginu okkar þjást af áfengis- og vímuefnavandamálum en þurfa oft að bíða lengi til að komast í meðferð. Svo getur reynst erfitt að finna sérfræðing eða ráðgjafa til að tala við á sumrin þegar víða er lokað vegna sumarleyfa bæði fyrir fíkla og aðstandendur þeirra. „En það eru sem betur fer til einhverjir sem vilja bara láta gott af sér leiða og gefa tímann sinn til að hjálpa öðrum. Undirritaður er löggiltur áfengis- og vímuefnaráðgjafi með starfsréttindi frá Heilbrigðisráðuneytinu. Einnig með margra ára reynslu í aðstoð við einstaklinga, hópa, foreldra og fjölskyldur unglinga, kvenna, karla og ráðgjöf til eldra fólks. Er með ókeypis ráðgjöf fyrir þá sem vilja og er með aðsetur að Ármúla 19 í Reykjavík, 2. hæð og í síma 555-0672 alla daga.“
–Fréttatilkynning frá Shaka.