07. júlí. 2015 05:42
Gamla bæjartorfan á Hvanneyri ásamt minjum, flæðiengjum og fitjum á bökkum Hvítár verður friðlýst með formlegum hætti á Hvanneyrarhátíðinni næstkomandi laugardag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, mun gera það á tröppum Hvanneyrarkirkju klukkan 13.30. Friðlýsingin mun taka til gömlu húsanna, ásýndar staðarins, mannvistarleifa, garða, minningarmarka í kirkjugarði, jarðræktarminja, flóðgarða og áveitukerfa sem tengdust engjarækt á bökkum Hvítár. Er þetta í fyrsta sinn sem húsaminjar og menningarheildir eru friðlýstar.