08. júlí. 2015 12:52
Gerðuberg er glæsilegur stuðlabergshamar í Hnappadal á innanverðu Snæfellsnesi að sunnanverðu. Þangað kemur talsverður fjöldi ferðamanna enda staðurinn fallegur og gaman að ganga þar um. Nýverið tóku heimamenn eftir að talsvert hrun hefur orðið úr stuðlaberginu. Vaknaði jafnvel grunur um að spyrnt hafi verið við súlunum þannig að þær hafi fallið. Fyrir því eru þó engar sannanir og gæti frosið vatn eins hafa sprengt stöplana frá.