09. júlí. 2015 09:01
Á formannafundi Íþróttabandalags Akraness nýverið var samþykkt að stefna að því að innan bandalagsins verði fatnaður sem mest sameiginlegur óháð aðildarfélögum. Að iðkendur geti farið á milli íþróttagreina en nýtt íþróttafatnað eins vel og mögulegt er. Í dag er hvert íþróttafélag með sína eigin línu og merki á fatnaði, en í framtíðinni er vonast til að sem allra mest verði sameiginlegt og merkt ÍA. Jafnframt var samþykkt á formannafundinum að Íþróttabandalagið sjái um sameiginleg innkaup á ýmsum félags- og stuðningsvörum svo sem fánum, veifum og fleiru.