08. júlí. 2015 01:51
„Hreyfing í náttúrunni er sú besta sem fólk getur fengið. Útivist og hreyfing er hverri manneskju lífsnauðsynleg. Útivera hefur aukist geysimikið hjá Íslendingum á undanförnum árum. Fólk er farið að hreyfa sig miklu meira úti við. Það er mikil vakning núna í þessum efnum, ekki aðeins á sumrin heldur líka á veturna. Sjálf erum við útivistarfólk og höfum alltaf verið,“ segir Þuríður Maggý Magnúsdóttir. Hún starfrækir ásamt Jóni Jóel Einarssyni eiginmanni sínum ferðaþjónustufyrirtækið Út og vestur ehf, eða Go West eins og það kallast á ensku. Jón Jóel og Þuríður Maggý hafa áhugaverða sýn á ferðaþjónustuna. Við hittum þau hjón í bækistöð fyrirtækisins á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Það er lítill sumarbústaður sem er allt í senn, bæði heimili og skrifstofa þegar þau eru við störf á Vesturlandi sem er þeirra aðal starfssvæði.
Sjá ítarlegt viðtal við þau hjón í Skessuhorni vikunnar.