13. júlí. 2015 06:01
Helgina 18. - 19. júlí verður heit helgi í Leir7 í Stykkishólmi. Þá munu valinkunnir keramikerar og eldsmiðir kynda ofna og smiðjur og brenna og smíða gripi úr leir og járni. Nú stendur yfir skemmtileg sýnig í Leir7 sem verður opin í allt sumar. Þar kemur keramik við sögu á fjölbreyttan hátt en átta myndlistarmenn sýna hver fyrir sig verk sem byggja á einum keramikhlut. Sýningarstjóri er Helgi Þorgils Friðjónsson sem einnig á eitt verk á sýningunni.