13. júlí. 2015 09:01
Olíuskipið Bothnia lá við bryggju í Akraneshöfn í liðinni viku en þangað kom það á fimmtudag til að sækja úrgangsolíu sem geymd er í tönkum á Breiðinni. Áður hafði Bothnia verið í sömu erindagjörðum í Reykjavík. Skipið er skráð í Gíbraltar og er hið snyrtilegasta að sjá. Það fór frá Akranesi á föstudag.