Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júlí. 2015 08:23

Skagasigur í mikilvægum leik á móti ÍBV

 

Leikmenn ÍA tóku á móti Eyjamönnum fyrir framan rúmlega þúsund áhorfendur á Akranesvelli í elleftu umferð úrvaldeildar karla í knattspyrnu í dag. Leikurinn var að sjálfsögðu í beinni lýsingu á vef Skessuhorns.

Fyrir leikinn voru Skagamenn í 10. sæti deildarinnar en gestirnir úr Vestmannaeyjum í sætinu fyrir neðan. Því var um mikilvægan leik að ræða fyrir bæði lið nálægt botni deildarinnar.

Gestirnir byrjuðu betur og komust yfir strax á 11. mínútu þegar Ian Jeffs sendi boltann fyrir. Varnarmaður slæmdi hælnum í boltann með þeim afleiðingum að hann breytti algerlega um stefnu og féll beint á Víði Þorvarðarson sem lyfti sér upp og skallaði hann í fjærhornið. Markið virtist slá leikmenn ÍA út af laginu og Eyjamenn réðu lögum og lofum næstu tíu mínútur eða svo.

Eftir það komust Skagamenn hægt og sígandi inn í leikinn. Arnar Már Guðjónsson skallaði framhjá úr dauðafæri eftir frábæra hornspyrnu Jóns Vilhelms Ákasonar og Skagamenn skoruðu mark sem var dæmt af vegna rangstöðu.

Það var svo á 39. mínútu að Arnar Már jafnaði metin fyrir Skagamenn. Hann fékk boltann um 25 metra frá markinu. Hann var ekkert að tvínóna við hlutina heldur lét vaða að marki. Boltinn virtist á leið yfir en tók væna dýfu og hafnaði efst í markhorninu. Undir lok hálfleiksins vildu Skagamenn fá víti þegar varnarmaður ÍBV virtist hafa hrint Þórði Þorsteini Þórðarsyni en dómari leiksins sýndi því lítinn áhuga. Staðan í hálfleik, 1-1.

 

Skagamenn mættu mun ákveðnari til síðari hálfleiks og hann var aðeins tveggja mínútna gamall þegar þeir komust yfir. Ásgeir Marteinsson fór þá laglega framhjá bakverði Eyjamanna uppi í hægra horninu, sendi fallega sendingu fyrir markið á fjærstöngina þar sem Arsenij Buinickij skallaði boltann auðveldlega í netið.

ÍA var sterkara liðið á vellinum eftir markið og skapaði sér nokkur ágæt færi. Eyjamenn hefðu getað jafnað á 68. mínútu þegar boltinn barst á Jón Ingason vinstra megin í teignum. Árni Snær gerði hins vegar virkilega vel í marki Skagamanna. Kom vel út, gerði sig breiðan og varði skotið.

Á 75. mínútu skoruðu Skagamenn svo þriðja mark sitt. Þórður Þorsteinn Þórðarson átti fyrirgjöf frá hægri. Hallur Flosason kom á ferðinni af vinstri kantinum, lyfti sér upp og skallaði boltann í fjærhornið framhjá markverði Eyjamanna. Snyrtilega klárað hjá Halli.

Jón Vilhelm Ákason hefði getað bætt við marki eftir skyndisókn undir lok leiksins. Hann fékk dauðafæri eftir laglega sendingu frá Marko Andelkovic í vítateig Eyjamanna en skot hans varið. Fleiri mörk voru því ekki skoruð í leiknum og lokatölur á Akranesvelli 3-1, ÍA í vil.

Úrslitin gera það að verkum að Skagamenn fjarlægjast botn deildarinnar og lyfta sér upp í áttunda sætið með tólf stig eftir ellefu leiki. Næst mæta þeir Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Garðabænum laugardaginn 18. júlí næstkomandi.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is