Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júlí. 2015 09:29

Opnaði sýningu á vatnslitaverkum í Gamla Rifi

Síðastliðinn laugardag var opnuð sýning á vatnslitaverkum eftir Ásdísi Arnardóttur á kaffistofunni Gamla Rifi í Snæfellsbæ. Myndirnar á sýningunni tengjast því sem hún telur bæði meðfæddan og innrættan áhuga á veðri. Þær urðu til við leit að þekktu veðurfyrirbrigði á Hekluslóðum sem ekki er lokið enn. M.a. gefur að líta seríu mynda af sama skýinu, sem unnin er með vatnslitum og bývaxi á hríspappír.

Ásdís er fædd 1963 og nam við Myndlistarskólann á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Hún er félagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og hefur m.a. hlotið viðurkenningu fyrir verk sín á alþjóðlegu vatnslitasýningunni Baltic Bridges.

Gamla Rif er opið alla daga kl. 12:00-20:00 og stendur sýning Ásdísar fram í miðjan ágúst.

 

-fréttatilkynning

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is