14. júlí. 2015 09:30
Margir notfæra sér veðurblíðuna við Vesturland til að stunda ýmislegt gagn og gaman bæði á landi og sjó. Vel fór úti á Krossvík utan við hafnarmynnið á Akranesi í gærkvöldi þegar sjóþotukappi varð fyrir vélarbilun og algerri stöðvun þar sem hann var við íþrótt sína í veðurblíðunni. Frístundaveiðibáturinn Jón Forseti sem gerður er út frá Akranesi kom til bjargar, tók sjóþotustjórann um borð og dró síðan farkost hans til hafnar.