14. júlí. 2015 12:48
Tveir menn um tvítugt struku af betrunarhúsinu á Kvíabryggju við Grundarfjörð í gærkveldi. Þeir eru hvorugur taldir hættulegir og þótt fangelsismálastjóra líklegast að þeir hafi farið að skemmta sér. Málið var engu að síður litið alvarlegum augum af yfirvaldinu og mennirnir því eftirlýstir án þess þó að birtar væru af þeim myndir eða nöfn þeirra tilgreind. Afar sjaldgæft er að viðskiptavinir Kvíabryggju láti sig hverfa með þessum hætti. Fangarnir fundust síðan við Þingvallavatn um hádegið í dag. Voru þeir handteknir af lögreglunni á Suðurlandi.