15. júlí. 2015 04:01
Flestir þekkja matreiðslumanninn Sigga Hall og muna sjálfsagt eftir því að hafa horft á hann elda af sinni alkunnu snilld í sjónvarpinu. Nú er hann á flakki um landið að elda fyrir viðskiptavini Hótels Eddu. Um næstu helgi verður hann á Vesturlandi þar sem hann ætlar að bjóða viðskiptavinum Hótels Eddu á Laugum í Sælingsdal í Dölum upp á einstaka matarupplifun laugardaginn 18. júlí. Boðið verður upp á fjögurra rétta matseðil að hætti Sigga Hall, sem samanstendur af síldarréttum meistarans, laxasúpa úr Kjósinni, lambi með blóðbergi og bláberjum. Allt þetta og heit súkkulaðikaka með rommkúluís í desert.
-fréttatilkynning