Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júlí. 2015 02:38

Stöðvuðu för veiðimanna sem þurftu frá að hverfa

Fremur óvenjulegt atvik, sem líklega má rekja til misskilnings, átti sér stað á veginum upp Hallmundarhraun í Borgarfirði laugardaginn 11. júlí síðastliðinn. Þar voru menn á tveimur jeppum á ferð áleiðis að Norðlingafljóti og upp á Arnarvatnsheiði til veiða. Veiðimennirnir höfðu í góðri trú keypt veiðileyfi í söluskálanum við Hraunfossa. Á þessum tíma hafði leiðin í Úlfsvatn verið opin í tæpan mánuð og vegurinn þangað prýðilega fær. Á móts við Vopnalág vita þeir ekki fyrr en þyrlu frá Landhelgisgæslunni er lent á veginum. Út stýgur stýrimaður þyrlunnar og tjáir veiðimönnum að vegurinn sem þeir aki eftir sér merktur lokaður. Um það vitni skilti sem er neðar í hrauninu ofan við Surtshelli en á því standi „ÓFÆRT.“ Veiðimennirnir voru ráðþrota og óku því sem leið lá til baka og fengu veiðileyfi sín endurgreidd og voru eins og gefur að skilja ósáttir. Snorri Jóhannesson veiðivörður kveðst undrandi á þessari aðgerð þyrlusveitarinnar og fer fram á að Landhelgisgæslan greiði það tjón sem af hlaust fyrir veiðifélagið. „Þyrlusveit gæslunnar virðist ekki hafa haft leyfi lögreglu, Vegagerðar né annarra yfirvalda til að stöðva för mannanna, enda vegurinn á þessum tíma fær á allan syðsta hluta Arnarvatnsheiðar og margir veiðimenn á svæðinu. Það hafi áhöfn þyrlunnar séð eftir að umræddir veiðimenn sneru við og viðurkennt að vegurinn væri ágætlega fær.

 

 

Guðmundur Ragnar Magnússon var stýrimaður í þessu þyrluflugi gæslunnar. Í skriflegu svari vegna fyrirspurnar frá Snorra veiðiverði sagði Guðmundur Ragnar orðrétt: „Þar sem ég var stýrimaðurinn í þessu flugi, og sá sem talaði við mennina, þá vill ég koma því á framfæri að mönnunum var bent á að vegurinn væri lokaður. Þeir fengu ekki fyrirmæli um að snúa við. Þeim var bent á að hafa samband við lögreglu eða Vegagerð til þess að fá upplýsingar um hvort vegurinn væri lokaður eða ekki.“ Í öðru svari sem Snorra barst, skrifar Björgúlfur H Ingason aðalvarðstjóri hjá Landhelgisgæslunni: „Rétt norðan við Surtshelli er lokun á veginum sem liggur yfir heiðina. Á þeim tíma sem við vorum að fljúga yfir óku tveir jeppar framhjá skilti sem stendur á ÓFÆRT, en miðað við kort Vegagerðarinnar virðist lokunin miða við það skilti.“

Snorri Jóhannesson kveðst fullviss um að þarna hafi þessir umræddu menn í áhöfn þyrlunnar hlaupið á sig, enda hafi þeir ekki haft nokkra heimild til að stöðva för veiðimannanna. Bendir Snorri á að skiltið við Surtshelli sé eingöngu upplýsingaskilti sem sett hafi verið upp í þeim tilgangi að ferðafólk væri ekki að koma sér í vandræði með akstri norður yfir Arnarvatnsheiði, enda var á þessum tíma ekki búið að opna þann hluta heiðarinnar fyrir akstri. Bannmerki við akstri, sem lokaði umferð með öllu, hefði verið fært upp að Álftakrók í júní.

 

Snorri segir að samskipti sín og veiðifélagsins við starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafi alla jafnan verið mjög góð. Þetta tilvik sé undantekning og kveðst vonast til að það þurfi ekki að endurtaka sig.

Því má við þetta bæta að Vegagerðin hyggst opna fyrir umferð norður Arnarvatnsheiði á morgun, föstudag.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is