16. júlí. 2015 03:50
Brynja SH landaði fyrsta makrílnum á þessari vertíð í Rifi í gærkvöldi. Brynja var með sex tonn sem fara öll í beitu, en það er Melnes hf í Rifi sem sér um að frysta fyrir Brynju. Að söng Heiðars Magnússsonar útgerðarmanns á Brynju SH á að frysta 40 tonn af makríl til beitu. Kjartan Haraldsson var skipstjóri á Brynju í þessum róðri og sagði hann í samtali við fréttaritara Skessuhorns að hann hafi verið á veiðum úti af Malarrifi og hafi hann þurft að leita víða á svæðinu til þess að finna makrílinn, en hann hafi svo gefið sig ágætlega að endingu.