17. júlí. 2015 02:25
Nýr veitingastaður bætist í fjölbreytta flóru slíkra í Stykkishólmi nú síðdegis. Klukkan 17:00 opnar "Skúrinn" sem stendur mitt í bænum á horni Aðalgötu og Þvergötu. Það er í húsi sem tilheyrði Verkalýðsfélagi Snæfellinga um margra ára skeið.
Húsið hefur nú fengið mikla andlitslyftingu og algerlega endurnýjun að innan. Það eru þeir Sveinn Arnar Davíðsson og Arnþór Pálsson sem reka hinn nýja veitingastað "Skúrinn." Þar verður boðið upp á ýmsa smárétti í bland við hefðbundinn mat og drykki.