20. júlí. 2015 08:01
Í síðustu viku var Ingunn AK afhent nýjum eigendum, sem eru Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. Ingunn hefur nú fengið nafnið Ísleifur VE og ber auk þess nýja liti. Salan á Ingunni er liður í endurnýjun á fiskiskipaflota HB Granda. Hið nýja og glæislega skip, Venus NS, kom í stað Ingunnar og í desember næstkomandi verður Faxi RE einnig afhentur Vinnslustöðinni. Um svipað leyti er von á til landsins nýjum Víkingi AK, annarri nýsmíði HB Granda í Tyrklandi. Framtíðaráform HB Granda eru að gera tvö skip út til uppsjávarveiða og verður Lundey NS lagt þegar Víkingur kemur til landsins.