Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júlí. 2015 09:01

Veitingastaðurinn Skúrinn opnaður í Stykkishólmi

Síðastliðinn föstudag var opnaður nýr veitingastaður í Stykkishólmi. Er hann við Aðalgötu, en lóðin tilheyrir reyndar Þvervegi 2. Staðurinn ber nafnið Skúrinn og eru eigendur hans Arnþór Pálsson, Þóra Margrét Birgisdóttir, Rósa Indriðadóttir og Sveinn Arnar Davíðsson. Matseðillinn samanstendur af samlokum og hamborgurum sem bera nöfn manna úr bæjarfélaginu,. Má þar nefna Björn Ásgeir svínabónda og Sigga leirloku og fiskur dagsins einfaldlega heitir Ísleifur. Einnig er hægt að fá salat og kökur og hristing eða „shake“ ásamt kaffi og drykkjum. Ljósmyndari Skessuhorns var með fyrstu viðskipavinum og líkt og aðrir gestir sem talað var við var gerður mjög góður rómur að matnum. Eigendurnir eru bjartsýnir á reksturinn og ætla að vera með opið í vetur og munu bjóða upp á rétt dagsins ásamt réttum af matseðli.

 

 

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is