20. júlí. 2015 11:01
Tveir Vestlendingar hafa verið valdir í U-17 Landsliðið í knattspyrnu. Þetta eru Borgfirðingurinn Helgi Guðjónsson sem æfir og spilar með Fram og Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson ÍA. Þeir verða í landsliðshópnum sem heldur til Svíþjóðar 3. ágúst næstkomandi til að keppa á Norðurlandamótinu í knattspyrnu. Auk Íslands keppa Færeyjar, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk, Pólland og Bandaríkin á mótinu.