20. júlí. 2015 01:01
Einhverjir óprúttnir aðilar fengu nýverið útrás fyrir skemmdarfýsn sinni með því að mölva rúður í bílum við KB Bílaverkstæði í Grundarfirði. Búið var að mölva rúður í fjölmörgum bifreiðum sem voru fyrir utan verkstæðið. Það stóð til að laga nokkrar af þessum bifreiðum og koma á götuna en þær voru í misjöfnu ásigkomulagi. Ekki er vitað hverjir voru að verki eða hvað þeim gekk til, en ljóst að mikið hreinsunarstarf er framundan því glerbrot voru út um allt á svæðinu.