Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júlí. 2015 08:01

Vill beita sér fyrir stórauknum framlögum til haf- og fiskirannsókna

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra vill beita sér ákveðið fyrir því að fjárveitingar til rannsókna á hafinu og fiskistofnunum við Ísland verði stórlega auknar. Þetta kemur fram í viðtali Skessuhorns við ráðherrann.

 

„Sjávarútvegsráðherra á að fá miklu meiri fjármuni í hafrannsóknir. Við ættum öll að sameinast um það. Þetta er okkar undirstöðuatvinnugrein sjávarútvegurinn, þó að ferðaþjónustan skili kannski meiri gjaldeyri eins og er. Samkeppnin í sjávarútvegi á heimsvísu er orðin gríðarlega hörð. Með því aðhaldi í haf- og fiskirannsóknum erum við að spara aurinn en kasta krónunni. Við sjáum líka þessa umræðu um umhverfismálin, hlýnun og súrnun sjávar og svo framvegis. Geysisterk umhverfissamtök spyrja erfiðra spurninga. Þá er mikilvægt fyrir okkur að geta sýnt fram á rannsóknargögn bæði hvað varðar umhverfi og fiskistofna. Það er alltaf verið að reyna að ýta þessum nýtingar- og skynsemissjónarmiðum út. Ég hef áhyggjur af því að þetta eigi eftir að koma okkur í koll innan stutts tíma að hafa ekki stundað nógu mikið af hafrannsóknum. Þetta segi ég vegna þess að ég og við hér í utanríkisráðuneytinu finnum vel hvernig vindar blása. Það er sífellt verið að taka þessi málefni hafsins upp á fundum og ráðstefnum úti í heimi. Þessi barátta stendur yfir í dag. Núna í haust tel ég mikilvægt að við setjum aukna fjármuni í haf- og fiskirannsóknir. Ég vil gera það,“ segir Gunnar Bragi.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is