22. júlí. 2015 09:01
Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum verður haldið í Herning í Danmörku dagana 3.-9. ágúst. Íslenska landsliðið var kynnt í verslun Líflands á miðvikudaginn í síðustu viku. Í hópi ungmenna var Konráð Axel Gylfason úr Borgarfirði valinn ásamt hryssunni Von frá Sturlureykjum II. „Ég vissi að hún gæti skeiðað en vissi ekki að hún gæti skeiðað svona fyrr en í vor. Hún tók þátt í meistaradeildinni í vetur en ég tók svo við og er búin að vera að þjálfa hana í sumar,“ segir Konráð í samtali við Skessuhorn.
Ánægjulegt er að segja frá því að það verða þrír hestar frá Sturlureykjum í Reykholtsdal sem keppa á mótinu. Bróðir Vonar, Vörður frá Sturlureykjum II verður varahestur fyrir Þýskaland og Smellur frá Leysingjastöðum keppir fyrir Belgíu.