Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júlí. 2015 12:00

Múrað í blíðunni á Akranesi

Það var létt yfir þeim, múrurunum hjá Múrverki RG, sem eru þessa dagana að einangra lítið hús við Kirkjubraut 51 og búa undir múr.

 

„Ég kalla þetta hús stundum „dúkkuhúsið.“ Þetta er lítið og lágt hús og minnir mig helst á dúkkuhús,“ sagði Ragnar Guðmundsson, múrari og eigandi Múrverks RG, léttur í bragði þegar blaðamaður tók múrarana tali á föstudaginn var. Verkið vinnur Ragnar sjálfur ásamt Ragnari syni sínum og Sverri Fannbergssyni.

 

„Það á að múra allt húsið upp á nýtt að utan. Við erum að einangra núna. Eftir helgi tekur við undirmúrun. Svo þarf að leyfa múrnum að standa í fjórar til sex vikur svo ekki springi,“ sagði Ragnar Guðmundsson. „Næsta skref er svo yfirmúr, síðan steiningarlím og að lokum á að setja marmarasalla utan á húsið. Hann verður í mismunandi litum, svipað efni og er t.d. utan á Bíóhöllinni. Húsið verður alveg svakalega flott þegar þetta verður búið,“ bætir hann við.

 

Aðspurðir sögðust þeir félagar bara vera nýbyrjaðir, búnir að vera tvo eða þrjá hálfa daga. Það fór heldur ekki illa um þá í veðurblíðunni á Akranesi fyrir helgi. „Þetta er æðislegt. Við vinnum úti á sumrin og inni á veturna,“ segir Ragnar. Þeir gengu hreint til verks kváðust hafa í nógu að snúast þessa dagana. „Við vorum hér í gærmorgun. Fórum svo á Jaðarsbrautina seinni partinn og vorum þar til sex. Síðan fórum við upp í Kjós að vinna í sumarbústað og vorum komnir heim klukkan ellefu í gærkveldi.“

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is