22. júlí. 2015 02:30
Flutningaskipið Key West sem skráð er í Gíbraltar kom til hafnar á Akranesi í gær. „Þetta er lýsiskip sem var að koma hingað með lýsi frá verksmiðju HB Granda á Vopnafirði til geymslu hér á Akranesi. Kaupandinn að þessu lýsi gat ekki tekið við því fyrr en seinna á árinu. Það þurfti að létta aðeins á birgðastöðunni á Vopnafirði og því var þetta lýsi flutt til Akraness og dælt í tank við verksmiðjuna hér. Þetta eru tvö þúsund tonn,“ segir Almar Sigurjónsson rekstrarstjóri fiskimölsverksmiðja HB Granda við Skessuhorn.