22. júlí. 2015 03:47
Svo illa vildi til í síðustu viku að flutningabíll með farm rakst upp í hæðarslá yfir suðurmunna Hvalfjarðarganganna. Þetta gerðist að kvöldi síðastliðins fimmtudags 16. júlí.
Myndband úr eftitsmyndavélum sýnir að þar lá við slysi. Bitinn sem vegur 600 kíló rifnaði úr festingum en var haldið uppi af þremur stálkeðjum 600 kg þungum stálbitanum uppi eftir áreksturinn. Segir svo frá atvikinu á vef Spalar sem á og rekur göngin:
"Farmur bílsins var vel yfir löglegri hæð, sem er 4,2 metrar. Upptaka úr eftirlitskerfinu er birt hér til að sýna mögulegar afleiðingar þess ef bílstjórnar og farmflytjendur gæta þess ekki að hæð á farmi í flutningum sé innan ramma laga og reglna. Jafnframt er augljóst að aðrir bílstjórar ættu að gæta þess í öryggisskyni að hafa gott bil framan við sig þegar þeir fara á eftir flutningabílum undir brýr í samgöngukerfinu eða hæðarslár í Hvalfjarðargöngum! Þetta umrædda atvik átti sér stað á fimmtudagskvöldið var. Flutningabíll á suðurleið lenti af miklu afli á hæðarslánni þvert yfir akbrautum við suðurmunna ganganna, stálbita sem er í yfir 4,2 metra hæð. Bitinn var skrúfaður fastur með stálboltum í sæti beggja vegna og hékk auk þess í þremur digrum stálkeðjum. Þessum bita eða hæðarslá er ætlað marka löglega hámarkshæð farms og verja jafnframt allan þann raf- og fjarskiptabúnað sem er í lofti ganganna. Við höggið slitnuðu boltar beggja vegna, bitinn losnaði og sleit eina af öryggiskeðjunum (til þess þurfti margra tonna átak!). Bitinn sveiflaðist við höggið upp í kapalkerfi ganganna, rauf þar straum og sló niður eftirlitsmyndavél sem sést skoppa eftir malbikinu augnabliki áður en næsta bíl ber þar að."
Ekki fylgir sögunni hvernig bílinn fór að því að komast klakklaust ofan í göngin að norðanverðu án þess að rekast í slá sem er einnig mun vera höfð þar.
Hér fyrir neðan er myndbandið og sjón er sögu ríkari: