30. júlí. 2015 12:00
„Þetta er gamall draumur að rætast hjá mér, að verða bóndi,“ sagði Skúli Hreinn Guðbjörnsson, bóndi á Miðskógi í Dölum, þegar blaðamaður Skessuhorns heimsótti hann á föstudaginn var.
Hann og eiginkona hans Guðrún Esther Jónsdóttir eru nýflutt vestur í Dali en höfðu áður búið suður á Akranesi í tæp ellefu ár. Skúli hafði þar unnið sem rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í áratug. Í vor ákváðu þau hjónin hins vegar að söðla um sig, kaupa jörð vestur í Dölum og gerast bændur. Auk þess tók Guðrún Esther að sér afleysingar hjá Lyfju út sumarið og var í vinnuferð þegar blaðamann bar að garði.
„Við vorum búin að spá í þetta og leita að jörð í tvö ár. Hún fannst núna í vetur og við keyptum Miðskóga og fluttum hingað 1. maí. Við skiptum jörðinni og húsinu okkar á Akranesi og sumarbústaðnum í Svínadal,“ segir Skúli. „Jörðin var reyndar ekki á sölu. Ég hringdi bara í bóndann og gerði honum tilboð.“
Sjá hressilegt viðtal við Skúla í Skessuhorni vikunnar.