31. júlí. 2015 12:00
Stúlknalið Íslands í körfuknattleik Evrópumeistari í C-deild kvenna 16 ára og yngri á Evrópumótinu í Andorra sem lauk laugardaginn 25. júlí síðastliðinn.
Vestlendingar eiga sinn fulltrúa í liðinu, en það er hún Anna Soffía Lárusdóttir sem leikur með Snæfelli í Stykkishólmi.
Liðið vann alla leiki sína á mótinu með nokkrum yfirburðum og þar með talinn sjálfan úrslitaleikinn gegn Armeníu. Þó var nokkuð jafnt á með liðunum framan af og staðan í hálfleik 33-24 fyrir Íslandi í hálfleik. Stúlkurnar gerðu aftur á móti út um leikinni með því að skora 19 stig í röð í þriðja leikhluta og fögnuðu að lokum öruggum sigri, 76-39 og Evrópumeistaratitlinum.