31. júlí. 2015 01:00
„Þessi íþrótt byggir á miklu trausti, annars getur hún verið stórhættuleg,“ segir Annika Katrín Almarsdóttir 15 ára Skagastúlka, um klappstýruíþróttina, þegar Skessuhorn hafði samband við hana. Annika er búsett í Danmörku þar sem hún hefur æft klappstýruíþróttina undanfarin ár. „Áður en ég flutti til Danmerkur æfði ég fimleika á Íslandi. Mig langaði að halda áfram að æfa en fimleikar hér í Danmörku eru mjög ólíkir fimleikum á Íslandi. Þeir hentuðu mér ekki, ég ákvað að prófa klappstýruíþróttina og elskaði það,“ segir Annika aðspurð hvernig hún byrjaði í þessari íþrótt.