09. febrúar. 2005 04:18
Gunnar Sigurðsson, eða Gunni bakari eins og hann er títt nefndur, lét af starfi formanns Rekstrarfélags meistaraflokks og II. flokks ÍA á aðalfundi knattspyrnudeildarinnar sem fram fór í gær. Gunnar hefur setið í stjórn knattspyrnudeildar og nú síðar Rekstrarfélagsins í meira og minna þrjá áratugi eða svipað lengi og elstu menn muna. Óvíst er hver tekur við af honum. Félagið veltir um 50 milljónum króna á síðasta ár en tæplega milljón króna tap var á rekstrinum, en hagnaður var árið á undan.
Rætt verður við Gunnar í Skessuhorni sem kemur út 16. febrúar nk.