Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

3ja herb Íbúð á Bifröst

3ja herb íbúð,, 65,4 fm. til leigu á Bifröst Íbúðin getur verið laus mjög fljótlega Upplýsing...
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2015 04:31

Blikur á lofti í sölu á þurrkuðum fiskafurðum til Nígeríu

Á síðasta ári seldu Norðmenn skreið til Nígeríu fyrir 9,6 milljarða íslenskra króna. Á norska vefmiðlinum nrk.no er greint frá því að þarlendur skreiðarframleiðandi hafa ekki selt einn sporð til Nígeríu um nokkurra mánaða skeið. Birgðir hafa því hlaðist upp. Ástæðan er sú að nígerískir kaupendur skreiðar fá ekki innflutningsleyfi eða dollara afgreidda og hafa því ekki gjaldeyri til kaupanna. Hjá skreiðarsölufyrirtækinu Saga Fisk á Lófóten hefur t.d. þurft að segja upp helmingi starfsmanna vegna algjörrar sölutregðu frá því í fyrravetur. Ekki finnist aðrir kaupendur að skreiðinni. Hér á landi er áhrifa þessara tregðu í sölu á skreiðarafurðum farið að gæta. Sigurður Hreinsson fiskverkandi á Miðhrauni í Eyja- og Miklaholtshreppi segir alvarlega stöðu að koma upp. Hann sé þó ekki farinn að safna birgðum á Miðhrauni en það séu þó einhverjir hérlendir framleiðendur farnir að gera.

 

 

„Það er stjórnarkreppa í Nígeríu og ekki hefur verið skipuð ríkisstjórn þrátt fyrir að kosningar hafi farið fram í lok mars. Meðan er forseti landsins einráður og nú eru gjaldeyrishöft til landsins og algjört innflutningsbann. Jafnvel þótt þeir ættu dollara til að kaupa fyrir, fá þeir ekki leyfi til að flytja neitt inn. Nígeríumenn eiga eftir að ákveða hvaða vörur verða fluttar inn og vonandi verður fólk ekki látið svelta. Nígería er olíuframleiðsluríki og þar sem olíukreppa er í gangi bitnar ástandið á heimsmarkaði illa á þeim. Matvælaframleiðsla er því afar bágborin.“ Sigurður segir að Miðhraunsbúið sé einkum að framleiða vörur úr hausum, beinum og afskurði af fiski. Þessar þurrkuðu fiskafurðir sjóða Nígeríumenn niður í súpur til að afla sér lífnauðsynlegra næringarefna á borð við kalíums, Omega3 og próteins. „Þetta er matur sem fátækari hluti þjóðarinnar neytir. Hinir efnameiri í Nígeríu borða hins vegar skreiðina, sem meðal annars kemur frá Norðmönnum.“

 

Rússagrýlan lífsseig

Sigurður segir alvarlegar blikur á lofti í útflutningi fiskafurða frá Íslandi. Erfitt ástand sé í heimsmálunum og þá komi viðskiptaþvinganir gegn Rússum illa við þá. Rússar geti ekki annað en svarað í sömu mynt. „Öll evrópska og ameríska pressan er ómaklega búin að útmála Rússa sem skúrkana í stríðinu á Krímskaga og þessu trúa flestir hér heima. Það vill nú svo til að ég hef starfsmenn í vinnu sem koma af þessum slóðum og hafa sagt mér hverjir raunverulega eru þeir slæmu í því stríði. Rússum hefur ómaklega verið kennt um átökin miðað við það sem mér hefur verið tjáð. Ameríkanar og ESB löndin hafa hins vegar fengið Íslendinga í klappliðið með sér og því halda flestir Íslendingar að ástæða sé til að halda Rússagrýlunni á lofti. Vegna vanstilltra viðbragða ESB landa, sem Íslendingar hafa kosið að apa upp, munu Rússar vafalítið beita Íslendinga hörðum viðskiptaþvingunum, þeir geta ekki annað. Stjórnvöld hér á landi eru því að beita sér kolrangt í þessum samskiptum ríkjanna og það mun kosta okkur mikið,“ segir Sigurður. „Ætli þetta þýði ekki að við verðum af viðskiptum við Rússa upp á 50 milljarða og ef skreiðarsalan til Nígeríu bregst einnig erum við að verða af 20-30 milljarða króna útflutningi. Íslendingar hafa ekki efni á að haga sér svona heimskulega. Þetta mun leiða til gríðarlegrar lækkunar á gengi krónunnar, verðbólgu og því mun hin sér-íslenska verðtrygging enn og aftur koma skuldugum Íslendingum illa. Það er því grafalvarlegt mál þegar íslensk stjórnvöld kunna ekki betur en raun ber vitni að haga sér í utanríkismálum,“ segir Sigurður á Miðhrauni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is