13. ágúst. 2015 10:45
Smábáturinn Laxi RE var á handfæraveiðum út af víkinni í Ólafsvík í gær þegar hann varð vélarvana. Sæfinnur SH, sem einnig er á handfærum og var á landleið, var næstur honum og kom Laxa til aðstoðar og tók í tog. Gekk ferðin í land vel þótt seint gengi þar sem ekki var hægt að sigla hratt vegna veðurs. Mjög hvöss sunnanátt var út af víkinni en mun skaplegra veður þegar nær dró landi.