20. ágúst. 2015 12:39
Á landsvísu voru alls 4.680 skráðir án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í júlí síðastliðnum og svarar það til 2,6% atvinnuleysis. Atvinnuleysi mældist 3,2% meðal kvenna en 2,0% hjá körlum. Atvinnuástand mældist svipað í júní síðastliðnum og áætlað er að skráð atvinnuleysi í ágúst verði á bilinu 2,6 – 2,8%. Á Vesturlandi dró heldur úr atvinnuleysi milli mánaðanna júní og júlí. Það var í júlí um 1,6% í landshlutanum.