01. september. 2015 01:37
Leikmenn Víkings Ó. mæta Grindvíkingum í 19. umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu í Grindavík kvöld. Víkingar eru sem stendur á toppi deildarinnar með 44 stig eftir 18 leiki, sjö stigum á undan KA og Þrótti R. í öðru og þriðja sæti. Bæði hafa þau hins vegar leikið 19 leiki. Sigri Víkingar í kvöld ná þeir því tíu stiga forskoti á næstu lið. Þar sem aðeins þrjár umferðir eru eftir mun það nægja til að tryggja Ólafsvíkurliðinu sæti í efstu deild að ári því hvorki KA né Þróttur R. gæti náð þeim að stigum í síðustu umferðunum.
Leikurinn hefst klukkan 18:00 í kvöld.