10. febrúar. 2005 04:50
Fundur í Framsóknarfélagi Dalasýslu sem haldinn var í Árbliki fyrir skömmu skorar á þingflokk Framsóknarflokksins að hann fari að vinna í að endurskoða þá ákvörðun sína að vísa Kristni H Gunnarsyni úr ráðum og nefndum þingflokksins og minnir á samþykkt kjördæmisþings Framsóknarflokksins í Borgarnesi síðastliðið haust.
Í ályktuninni segir m.a: “Fundurinn vill ennfremur minna á það að ekki bætir það stöðu flokksins í kjördæminu, né á landsvísu, að svifta þingmenn mál- og skoðanafrelsi og kjósendur atkvæðisrétti sínum með þessu athæfi, sem er að ef þingmenn segja sínar skoðanir á málum þá eru þeir annað hvort látnir bakka með þær af forustunni eða settir út í kuldann.”